
Þetta fallega eldhús varð til þegar stofu var umbreytt í nútímalegt og notalegt eldhús. Skipulagið var hannað af Eirvík og innréttingarnar eru einnig þaðan. Á heimilinu búa mörg börn og því mikið álag á eldhúsinu. Þess vegna var sérstaklega mikilvægt að velja stein sem þolir álagið án þess að láta á sjá. Steinninn varð einnig að vera hitaþolinn og henta til að skera á. Það var ekki síður mikilvægt að rýmið yrði fagurt, notalegt og ánægjulegt til dvalar. Náttúrusteinninn Mont Blanc quartzite varð fyrir valinu og fellur einstaklega vel að litum innréttinganna. Það var svo punkturinn yfir i-ið að fá snúningsbakka í eldhúsið úr sama steini. Minni snúningsbakkinn er á eldhúseyjunni við helluborðið en hann fær að geyma krydd og olíur. Stærri bakkinn er svo á borðstofuborðinu og prýddur blómum og kertum. Þegar eru veislur er honum svo umbreytt í stórglæsilegan ostabakka. Í dag er þetta eldhús hjarta heimilisins – miðpunkturinn þar sem fjölskyldan kemur saman, nýtur matar og samveru.
Um verkið
Tegund verks
Eldhús
Efni notað
Mont Blanc quartzite
Eiginleikar efnisins
Náttúrusteinn; Hitaþolinn; Rispast ekki
Mont Blanc