
Það er fátt sem setur jafn sterkan svip á veisluborðið og vandaður kökubakki eða snúningsbakki úr steini. Hvort sem þú ert að bera fram eftirrétti, osta, forrétti eða skreyttar kökur, þá fær allt nýtt yfirbragð þegar það er sett fram á einstökum bakka.
Bakkarnir þurfa þó alls ekki að vera einungis fyrir veislur – margir velja að hafa þá sem glæsilegt skraut í eldhúsinu dag frá degi. Þeir nýtast vel undir olíur, krydd og aðra skrautmuni.
Bakkarnir eru allir sérsmíðaðir fyrir þig úr þeim steini sem þú kýst og hægt er að velja um nokkrar stærðir. Í versluninni okkar er hægt að sjá nokkra bakka uppsetta sem gefur fólki tækifæri á að skoða og meta hvaða stærð myndi henta best.
Ef þú vilt bæta veisluna eða fegra eldhúsið þá er steinbakki það sem vantar. Glæsileiki, ending og karakter – allt í einu.
Stórkostlegir bakkar fyrir veisluborðið
Skoðaðu bakkaútfærslur okkar
Snúningsbakki stærri
Þessi glæsilegi snúningsbakki er hin fullkomna viðbót í hvaða eldhús sem er. Hann nýtist jafnt sem ostabakki á veisluborðið, undir skrautmuni á eldhúsborðið eða til að gera taco-kvöldið enn skemmtilegra. Bakkinn er smíðaður úr steini að þínu eigin vali – þú velur steininn, við búum til bakkann
Price
ISK 59.000-79.000
Snúningsbakki minni
Þessi glæsilegi snúningsbakki er hin fullkomna viðbót í hvaða eldhús sem er. Hann nýtist jafnt sem ostabakki á veisluborðið, undir skrautmuni á eldhúsborðið eða við hliðina á helluborðinu fyrir krydd eða aðra muni. Bakkinn er smíðaður úr steini að þínu eigin vali – þú velur steininn, við búum til bakkann.
Price
ISK 45.000-59.000
Kökudiskur
Stórglæsilegur, sérsmíðaður kökubakki úr þeim steini sem þig langar í. Hægt er að velja um tvær mismunandi útfærslur á fæti, líkt og sjá má á myndunum.
Price
ISK 59.000-79.000
Pantaðu hér























