
Sérsmíðaðir vaskar inn á bað eru sívinsælir enda gefa þeir baðherberginu mikinn aukinn glæsileika. Við höfum hannað nokkrar útgáfur og bjóðum upp á mikið úrval af þessum vinsælu vöskum. Hefurðu eigin hugmynd? Við vinnum með þér að því að skapa einstakan vask sem passar fullkomlega við þitt baðherbergi.
Hér fyrir neðan má sjá helstu týpurnar sem við smíðum reglulega.
Sérsmíðaðir vaskar
Skoðaðu sérsmíðaðar vaskútfærslur okkar
Milo
Vinsælasti sérsmíðaði vaskurinn í dag. Tímalaus og klassísk hönnun þar sem niðurfallið er falið og útlitið því einstaklega fágað og stílhreint. Vaskarnir eru smíðaðir úr þeim steini sem þú velur, þannig að verð fer alfarið eftir efnisvali og útfærslu.
Milo unidrain
Algengasta útfærslan með Unidrain - Unidrain er hágæða niðurfallslausn sem gerir það mögulegt að fela niðurfallið á stílhreinan og fallegan hátt. Í steinvöskum er notaður steinrenningur yfir niðurfallið sem samlagast vaskinum fullkomlega og tryggir einfalt aðgengi að niðurfallinu til hreinsunar. Þú velur þann stein sem passar þínu heimili og við smíðum.
Stenia
Ferkantaður vaskur með affalli. Stílhreinn ferkantaður vaskur þar sem affallstappinn er staðsettur í miðjunni. Krani er venjulega settur til hliðar, beint í borðplötuna, en ekki í vegginn. Vaskinn er hægt að smíða úr hvaða steini sem er og fer verðið alfarið eftir efninu og nákvæmri útfærslu.
Pantaðu hér



























